top of page

Að annast skurðina

Allir vilja hafa örin sín grönn og fín. Náttúran hins vegar vill hafa þau stór og sterk. Við getum hins vegar gert ýmislegt til að plata náttúruna og fá ör eins og við viljum hafa. Hér koma nokkur ráð sem nota má eftir aðgerð svo örin verði eins fín og hægt er.

Lýtalæknir

Leiðbeiningar eftir aðgerð - Að annast skurðina sína

scar of skin.jpg

Um ör og örmyndun

 • Aldrei er hægt að fara í neins konar aðgerð nema skurðlæknirinn leggi skurð í gegn um húðina með einhverjum hætti. Í sumum löndum auglýsa lýtalæknar að þeir geti lagt skurði án þess að nokkur ör verði þegar allt hefur verið vel saumað saman. Þetta er álíka líklegt og hægt sé að matreiða omellettu án þess að brjóta egg.

 • Náttúran hjá öllum dýrum sem ganga á jörðinni kann eingöngu eina aðferð til að fá sár að gróa. Og það er með örmyndun. Búið er að rannsaka í smáatriðum hvaða fasar eru til staðar í sáragróanda. Hvaða frumur koma inn, hvenær og hvað þær gera. Þarna er heilbrigð náttúra að verki, á sama hátt og nýrun framleiða þvag og heilinn gefi frá sér hormón sem fá skjaldkirtilinn að virka.

 • Sem nokkuð merkilega undantekningu við regluna um örmyndun við áverka má segja frá að vissulega er til ein lífvera sem getur lagað vefjaskemmd án örmyndunar. Það eru mannleg fóstur innan 12. viku meðgöngu. Þau geta fengið sár sem gróa og halda svo áfram að vaxa og þroskast án þess að það beri merkis áverkans. Þetta er í raun "holy grail" lýtalækninganna, en ekki frekar en hinn heilagi gral er í vörslu okkar nútímamanna höfum við ekki getað fundið lykilinn að þessari tegund gróanda. Svo því miður þurfum við enn að sætta okkur við þessa gamaldags lækningaaðferð líkamans.

 • Vegna þess að gróandinn liggur að mestu leyti í genunum má velta fyrir sér hvað náttúran sé eiginlega að pæla með öllum þessum ferlum. Jú, það virðist vera sem hugsunin sé þessi: Við höfum að mestu leyti sömu gen og þegar mannkynið bjó í hellum. Á þeim tíma höfðu þeir forskot sem mynduðu stór og sterk ör þegar þau urðu fyrir áverka frá tígrisdýri eða mammút. Náttúran vill hafa ör stór og sterk, og sem gliðna ekki

 

 

 • ​​Þetta virkar þannig að sá sjúklingahópur sem grær hraðast og best, og án þess að hafa þurfi áhyggjur af því að sárin gliðni eru börn. Sama hversu fína vinnu þú gerir, þá má alltaf gera ráð fyrir þegar upp er staðið, að ör hjá börnum verði þykk. Og það þýðir ekkert að reyna laga þessi ör með nýrri aðgerð fyrr en kynþroskaferlinu er lokið.

 • Til viðbótar er einnig önnur þumalputtaregla: Því þykkari og grófari húðin er þar örmyndunin fer fram, því þykkara og grófara verður örið. Staðir líkt og efri hluti baksins, axlir og bringan eru alræmd fyrir ljót ör, meðan t.d. augnlok eða forhúð karlmanna mynda yfirleitt þunn og slétt ör.

 • Það er hins vegar ekki það sem við viljum í nútímanum. Við viljum hafa örin eins lítil og aumingjaleg og hægt er, þ.e. við viljum ganga gegn eðlilegri starfsemi náttúrunnar.

 • Á sama tíma er það svo að þeir sem gróa hraðast, mynda á sama tíma stærstu og bestu örin (frá náttúrunnar hendi). Þeir sem mynda hins vegar fallegustu örin eru konur á tíræðisaldri sem hafa verið skornar í andlitið. Það tekur þær mjög langan tíma að gróa, en þegar honum er lokið er erfitt að sjá þau.

Um saumaskap

 1. En þegar lýtalæknirinn hefur lagt skurð í húðina til að komast að því sem er tilgangur aðgerðarinnar þarf að sauma sárið saman á besta hátt. Yfirleitt eru saumar settir í fleiri en eitt lag. Saumar sem eru undir húðinni og eyðast af sjálfu sér og önnur tegund sauma á yfirborðinu sem þarf að fjarlægja eftir ca. viku.

 2. Undir húðina eru settir frekar grófir saumar og sjá um að stýra sárköntunum vel saman án þess að áhyggjur þurfi að hafa af að sárið gliðni Þetta eru saumarnir sem eyðast af sjálfu sér og gera í raun það mikilvægasta í saumaskapnum.

 3. Þessi tegund af undirsaum er gerð úr sykrungum, sem sjá til að saumarnir leysast upp á mátulega löngum tíma miðað við það sem óskað er. Sumir leysast upp á löngum tíma og aðrir á tiltölulega stuttum. Yfirleitt eru saumar sem leysast upp af sjálfu sér fremur grófir, svo að hægt sé að nota mjög fína þræði og mörg spor til að loka ystu húðköntunum með örfínum þráðum sem svo eru teknir eftir 7 - 10 daga.

 4. Ef hins vegar aðgerðin felur í sér langa sauma undir húðinni, svo sem við brjóstaminnkun eða svuntuaðgerð, eru yfirleitt notaðir eingöngu saumar sem leysast upp af sjálfu sér. Þá er venjan að sauma í þremur lögum, yst eru þykkir og sterkir saumar, svo kemur millilag undir húðina, sem eru fínni þræðir en yst, rétt undir húðinni eru yfirleitt notaður saumur sem leysist hratt upp.

 5. Það er mikilvægt að muna að stundum er hægt að staðsetja alla sauma undir húðinni með uppleysanlegum þráðum og stundum ekki. Það eru margir þættir sem skipta máli við val skurðlæknis á tækninni sem er notuð við saumaskapinn.

 6. Vel saumuð sár gróa yfirleitt á 7-10 dögum. En þá er hins vegar öll örmyndun eftir, og það er þá sem við reynum að grípa inní.

 7. Þó að örmyndunin eftir einhvers konar áverka, s.s. skurðaðgerð sé eitthvað sem ekki er hægt að stjórna, er samt ekki ómögulegt að leiðbeina líkamanum til að búa til eins góð ör og hægt er. Það sem skiptir máli í þessari setningu er að við getum "leiðbeint" líkamanum, en við getum ekki stjórnað honum.

 8. Genin okkar, sem koma frá náttúrunni, er alltaf sterkasti þátturinn í sáragróandanum, og það er ekki sjálfsagt að hægt sé að strjórna honum til fullnustu. Á sama hátt sér náttúran og líkaminn um að halda uppi hjartslætti, blóðþrýstingi og öndun, án þess að við getum gripið inn í með hugsanaferlunum. Það er náttúran sem ræður og stjórnar, en við mannfólkið eigum nokkur trix til að leiðbeina líkamanum á réttan stað.

micropore-tan-tape-ka2110-50_1__98069_edited.png

Umhirða skurða svo örin verði sem fallegust

 • ​Strax eftir aðgerðina ertu með tvö lög af umbúðum. Innst, beint yfir saumunum hefurðu mjótt og sterkt skurðlæknateip. Þau vernda skurðinn og hjálpa til við að halda honum saman til að aðstoða líkamann við gróandann.

 • Yst hefurðu umbúðapúða sem tekur við þeim fáu dropum af blóði og deyfingu sem kemur út sama dag og aðgerðin er gerð.

 • Eftir 2-3 daga máttu taka ytri umbúðirnar af, en skildu teipið eftir fram að endurkomu.

 • Teipið þolir vatn, svo þegar ytri umbúðirnar eru farnar skaltu fara í sturtu og þvo þér á venjulegan hátt með sjampói og fljótandi sápu. Íslenskt vatn og sápa minnkar magn baktería á líkamanum, sem verndar gegn sýkingu. Misskilningur er að það megi ekki sturta sig meðan saumarnir eru í. Það er bara sóðaskapur.

 • Eftir sturtuna má þurrka teipið með hárþurrku.

 • Teipið er fjarlægt við endurkomuna til læknis eða hjúkrunarfræðings.

 • Eftir þetta skaltu setja á pappírsteip sem heitir Micropore og fæst í flestum apótekum. Mörgum þykir sá brúni þægilegri en sá hvíti. Þú færð sýnishorn af teipinu við endurkomuna, svo þú getir örugglega keypt rétta tegund. Breidd upp á 2,5cm er yfirleitt nægjanleg. Þetta teip þolir vatn.

 • Leyfðu microporeteipinu að sitja á sárinu eins lengi og hann tollir, helst heila viku. Ekki skipta oft, því þá ferðu að slíta með þér ysta húðlagið sem fáum þykir gott. Teipaðu svo á þennan hátt 9 mánuði (þetta er ekki prentvilla).

 • Að teipa lengi styður sárkantana og heldur þeim saman. Þá heldur húðin að það sé nóg að gera örið lítið og nett, en ekki stórt og sterkt.

 • Einnig þarf að passa örið sitt fyrsta sumarið eftir aðgerðina. Ný ör sólbrenna mjög auðveldlega og geta þá orðið brún og mislituð og stinga þá í stúf við húðina í kring. Besta leiðin til að forðast þetta er að hafa tvöfalt lag af microporeteipinu á meðan verið er í sólinn. Athugið að það er algerlega leyfilegt að vera í sól, svo lengi sem maður skýlir örunum sínum.

 • Þessar leiðbeiningar gilda einungis fyrsta sumarið. Næstu sumur þarf ekki að hirða sérstaklega um  örin sín.

 • Ef maður þrátt fyrir þetta fær ör sem maður er ekki ánægður með er gott að heimsækja lýtalækninn aftur og ræða hvort hægt sé að gera eitthvað til að stoppa örmyndunarferlið.

 • Dermatix: Ef aðgerðin er gerð í andliti og sjúklingurinn hefur lítinn áhuga á að ganga með plástursfrímerki mánuðum saman er til annað trix. Hægt er að nota í staðinn fyrir teipið ákveðið sílikongel á örið sitt sem heitir Dermatix. Yfirleitt er meira en nóg að kaupa minstu túbuna af gelinu. Það er notað svo að eftir þvott á húðinni er hálfur dropi af því sett á fingurgóm og svo strokið yfir örið. Á 1-2 mínútum þornar það og verður matt. Síðan er hægt að farða sig að vild og smekk ofan á gelið. Vísindarannsóknir hafa sýnt að þessi meðferð er að fullu sambærileg við að hafa teip.

 • Eins og ýmislegt annað er þetta gel ekki til í íslenskum apótekum, heldur má fá það á kostnaðarverði á stofunni. 

 • Einnig má panta það á: https://www.amazon.co.uk/Dermatix-silicon-scar-redcution-treatment/dp/B00DQ397X4

bottom of page