top of page

Sýking í skurðsári

Allir sem undirgangast aðgerð, sama af hvaða tagi hún er geta fengið sýkingu í skurðsárið. Hún getur verið allt frá að einungis þurfi að þvo betur með vatni og sápu og upp í að krefjast nýrrar aðgerðar
Lýtaaðgerð fylgikvillar

Ávallt þegar skurðlæknir opnar húð, sama í hvaða tilgangi það er, getur sjúklingurinn orðið fyrir sárasýkingu. Ástæðan sjaldan ljós, en bakteríur geta bæði komist í skurðsár af yfirborði húðar, eða mögulega úr blóðrás.

Allur líkami okkar er þakinn bakteríum. Flestar þessara gera okkur ekki mein en lifa í sátt og samlyndi við okkur, og einnig hver aðra. Þegar við förum í sturtu minnkar fjöldi þessara baktería, en hverfur aldrei alveg.

Fyrir aðgerðina þarf því sjúklingurinn að fara í þrjár sturtur með bakteríudrepandi sápu. Þetta minnkar fjölda bakteríanna meira en hefðbundin sturta, en upprætir þær aldrei alveg. Naglalakk og lokkar innihalda hjarðir af bakterum, og því þarf að fjarlægja slíkt fyrir aðgerð.

Þær bakteríur sem eru algengastar í sýkingum í skurðsári lifa eðlilegu lífi á líkama okkar, og gera ekkert af sér þar til sýking kemst allt í einu í sárið.

Sýking í skurðsár kemur yfirleitt upp á degi 4 - 5 eftir aðgerð. Einkennin leyna sér ekki, þú færð roða, verki, bólgu og skurðsárið fer að vessa. Ef sýkingin er slæm færðu hita. Ef grunur liggur fyrir að sýking sé að koma upp, skal hafa samband við Andra, sem venjulega getur hitt þig daginn eftir til að meta ástandið. Einstaka sinnum getur þurft að gefa sýklalyf í æð. Enn óvenjulegra er að það þurfi að framkvæma nýja aðgerð, þar sem skurðsárið er opnað og skolað vandlega. Eftir það er sárið látið gróa af sjálfu sér. Þegar örin eru þroskuð, er oft hægt að skera þau burt og sauma aftur á venjulegan hátt. Yfirleitt gengur vel að fá örin miklu betri eftir þessa meðferð, að því gefnu að beðið sé nægilega lengi þar til örin eru fullþroskuð. Að sýking geti gengið svo langt að hún krefjist innlagnar á spítala er ákaflega sjaldgæft.

Ef brjóstapúði eða annar hlutur hefur verið settur inn er mikilvægt að byrja meðferð við sýkingunni snemma. Ekki er óalgengt að ef sýking hefur tekið sér bólstað kringum púðann þá þurfi að fjarlægja hann til að uppræta hana. Bíða þarf svo í 6-9 mánuði áður en óhætt er að setja inn sömu gerð púða að nýju.

 

Ef þetta hendir þig, þá er meðferðin innifalin í verði aðgerðarinnar. Við leggjum allan okkar metnað að annast þá sjúklinga best sem lenda í óvæntum fylgikvillum.

bottom of page