top of page

Brjóstapúðar - hverjir fá þá?

Plastic surgery

Það er hægt að hjálpa þessum ungu konum með meðfædda galla, gera brjóstin eðlileg, en ómögulegt er að gera það án sílikonbrjóstapúða. Þó svo þeir geti haft ákveðna galla í för með sér velja þær alltaf möguleikann að fá eðlilega útlitandi brjóst.

Brjóstastækkun getur verið ein þakklátasta aðgerð sem lýtaskurðlæknar framkvæma

 

Konur sem koma til lýtaskurðlæknis og vilja fá brjóstapúða innsetta eru oft úr þremur mismunandi hópum. Í fyrsta lagi eru ungu konurnar, sem beðið hafa öll unglingsárin eftir að brjóstin myndu stækka og verða eðlileg, en vakna upp við það rétt innan við tvítugsaldurinn að þetta eigi væntanlega ekki eftir að gerast.

​

Annar hópurinn eru konur eftir þrítugt sem hafa lokið barneignum og brjóstagjöf og vilja fá til baka það sem þær höfðu fyrir þennan tíma.

​

Þriðji hópurinn eru konur með meðfædda galla á brjóstum, t.d. engin brjóst (aplasia mamme), eða sk. tubular breasts. Meðfæddir gallar á brjóstum sjást ekki þegar stúlkubarn fæðist. Þeir eru samt ekki á nokkurn hátt öðruvísi fæðingargalli en til dæmis skarð í vör og góm. Einkennin koma hins vegar ekki fram fyrr en í kynþroskanum og það er mikilvægt að fá þær fremur snemma til meðhöndlunar svo ástandið geti ekki orðið dragbítur á eðlilegan andlegan þroska og lífsgæði ungrar konu.​ 

 

Þrátt fyrir nokkuð stífa umjöllun um neikvæða þætti þess að setja inn sílikonpúða í brjóstin, er notkun þeirra enn ein algengasta aðgerðin sem lýtaskurðlæknar framkæma. Margar konur vilja enn fá slíka púða innsetta, en einnig er nokkur straumur kvenna sem vill losna við púðana sína.

bottom of page