top of page
Plastic surgery

Til umhugsunar við ákvörðun um brjóstastækkun

Brjóstapúða er hægt að leggja inn á tvo mismunandi staði á brjóstasvæðinu, utan við eða innan við stóra brjóstvöðvann. Bæði kostir og galla fylgja báðum þessum aðferðum.

Vöðvinn
Hvað var það nú aftur?

Brjóstastækkun

Þegar púðinn er lagður utan við vöðvann, liggur púðinn beint undir húð og brjóstvef. Jákvætt við þetta er að verkir eftir aðgerð eru minni og minni hætta er á blæðingu fyrsta sólarhringinn eftir aðgerðina. Einnig jafnar sig styrkur í brjóstvöðvanum fyrr en ef púðinn er lagður ofan á hann. Ýmsar vísbendingar eru þó um að til lengri tíma geti útkoman orðið eilítið ófyrirsjáanlegri hvað varðar útlit. Algengara er að konan fái svokallað „rippling“ þar sem nokkurs konar öldur fara að sjást, sérstaklega ef konan hallar sér fram þar sem efri póll brjóstsins sést. Góð útskýing á þessu er hér https://www.americanboardcosmeticsurgery.org/what-is-breast-implant-rippling/. Einnig eru líkurnar á himnuhersli (e. capsular contracture) meiri en ef púðarnir eru lagðir undir stóra brjóstvöðvann.

 

Til að útkoman verði örugglega góð ef þessi aðferð er notuð, þarf konan helst að hafa hlutfallslega þykkt lag af kirtilvef og fitu milli húðar og brjóstvöðva. Ekki er óalgengt að til viðbótar þurfi að flytja fituígræðslu frá kvið eða öðrum góðum stað og setja undir húðina, utan við púðann. Það getur þurft að gera oftar en einu sinni. Ef konan er grönn, getur verið betra að leggja púðann undir vöðvann, sem þó ekki er án neinna vandkvæða.

 

Þegar brjóstapúði er lagður undir stóra brjóstvöðvann (pectoralis major) þarf að deila vöðvafestunni við rifbeinin neðst á brjóstasvæðinu. Við þetta dregst vöðvakanturinn upp og skapaður er vasi þar sem púðinn er svo settur inn. Ef um dropaformaðan púða er að ræða, eins og hefur verið algengt á síðustu árum, reynist þannig erfitt að greina efri kantinn á púðanum út í gegnum húðina (kanturinn sést ekki). Púðinn er svo látinn þrýstast út í húðina í neðri pól brjóstsins sem getur gefið náttúrulegra útlit en þegar hann er settur ofan vöðvans. Margar konur telja þetta ákjósanlega aðferð ef útkoman á að vera eins náttúruleg og hægt er í útliti, en hins vegar geta hreyfingar púðans undir brjóstinu orðið fremur stirðar.

bottom of page