top of page
Útstæð eyru

Útstæð eyru

Sjaldgæft er að fram komi fylgikvillar eftir aðgerð við útstæðum eyrum. Ein þeirra, blæðing getur hins vegar valdið því að árangur aðgerðarinnar fer alveg í vaskinn

Þegar aðgerð er gerð á útstæðum eyrum er lagður skurður aftan við eyrað og sá hluti brjósksins innan í sem orsakar vandamálið er tekinn fram og slípaður þannig að það vísi í átt að höfuðkúpunni, í staðinn fyrir beint út í loftið. Svo er brjóskinu með nýja laginu stungið inn aftur í húðumslagið og saumað.

Brjóskið sem hefur verið meðhöndlað með þessum hætti er viðkvæmt fyrir þrýstingi. Ef mikill þrýstingur myndast í kring um það getur það aflagast illa og lítur þá út eins og kálblað.

 

Sá fylgikvilli sem getur orsakað þennan þrýsting er blæðing eftir aðgerðina. Þá bólgnar eyrað gríðarlega og fylgir þessu nokkur sársauki, en þó ekkert gífurlegur. Yfirleitt er líka höfðinu vandlega pakkað inn í umbúðir, svo að eyrun sjást ekki. Til að missa ekki af blæðingum þarf sjúklingurinn að koma til baka eftir 3-4 daga, pakka upp og sjá að allt sé í lagi.

 

Sumir af öðrum fylgikvillum geta verið þessir:

 

  1. Sýking: Eins og við allar skurðaðgerðir er hætta á sýkingu á skurðsvæðinu. Hægt er að lágmarka hættu á sýkingu með því að fylgja réttum leiðbeiningum um umhirðu skurðanna.

  2. Ör: Otoplasty felur í sér að gera skurð bak við eyrun, sem veldur örum. Umfang öra getur verið mismunandi eftir gróandaferli einstaklingsins og tækni skurðlæknisins. Þar sem örin eru á bak við eyrun, sem nú sitja nær hársverðinum, er yfirleitt erfitt að sjá þau.

  3. Skert tilfinning: Fram getur komið tímabundin eða (sjaldgæfara) varanlegur dofi kringum skurðsvæðið. Þó svo þetta gerist er dofinn nokkuð sem hægt er að lifa með, hefur ekki áhrif á líf sjúklingsins á nokkurn hátt.

  4. Ósamhverfa: Engin tvö eyru eru nákvæmlega eins. Fyrir utan að mjög erfitt er fyrir einhvern að sjá bæði eyru einhvers á sama tíma til að bera þau saman. Þetta er því yfirleitt ekkert sem máli skiptir, nema mismunurinn sé því mun meiri, hann er þá hægt að leiðrétta.

bottom of page