top of page
Snepill með hring_edited_edited_edited_edited.jpg

Viðgerð á eyrnasneplum eftir stóra lokkhringi

Undanfarin ár hefur verið í tísku að hafa í eyrunum stóra, hringlaga eyrnalokka, sem orsaka stór göt í eyrnasnepla þeirra sem hafa haft slíka. Yfirleitt er það þannig að þau sem hafa haft svona eyrnalokka og hætt svo að nota þau sitji uppi með eyrnasnepla sem bera merki þess að hafa verið þandir út með hringjum. Þetta ástand gengur ekki til baka nema að litlu leyti. Þannig að; ef einhver hefur haft slíka hringi í eyrunum og er hætt/ur að nota þá þá jafna sig ekkert sérstaklega eyrnasneplarnir mikið. Gatið er kannski eilítið minna, en sjálfur snepillinn er enn með stóru gati, sem oft breytir forminu á eyranu til hins verra. 

​

Þegar sjúklingar koma til lýtalæknis til að spyrjast fyrir um þetta, þá fá þeir yfirleitt sama svarið: Að því miður sé ekki hægt að laga eyrnasnepilinn með að skera burtu húð og sauma, heldur þarf að fjarlægja partinn af sneplinum sem veit að höfuðinu, og sauma svo, þannig að sneplarnir séu bæði minni og nær sjálfu eyranu miðað við áður.

Stundum getur það verið á mörkunum að restin af eyrnasneplinum dugi til að endurskapa hann, en það er bara í undantekningartilfellum þar sem eyrnasnepillinn er frá byrjun mjög lítill og hringurinn sem hefur verið í honum hefur verið mjög stór. Yfirleitt er samt hægt að komast að einhvers konar lausn sem sjúklingurinn er ánægður með.

Það sem gert er er þetta: Lögð er ríkuleg staðdeyfing í eyrnasnepilinn og aðliggjandi höfuðleður þar sem sauma á inn snepilinn. Sá hluti eyrnasnepilsins sem ber merki stórs hringlótts hringi er teiknaður út, líkt og tertubiti. Ónýti parturinn er tekinn burt og hent. Farið er inn að höfuðleðrinu þar sem eyrnanepillinn á að koma, og svo er ysta lagið á húðinni tekið burt svo hægt sé að sauma restina af eyrnasneplinum inn á réttan stað svo allt geti gróið.

bottom of page