top of page

Gynecomastia
 

- brjóstmyndun hjá karlmönnum

Ofvöxtur á brjóstakirtli karlmanns er á erlendum málum kallað „gynecomastia.“ Þetta ástand er yfirleitt gríðarlega viðkvæmt fyrir einstaklinginn, sérstaklega unga karlmenn

Ýmsar ástæður eru fyrir þessu ástandi. Á unglingsárum er afar algengt að drengir í byrjun kynþroska fái gynecomastíu, í flestum tilfellum vegna aukinnar hormónamyndunar sem líkaminn er enn of óþroskaður til að takast á við. Sem betur fer eru þessir ungu menn oft ekki meðvitaðir um vandamálið og taka því sem eðlilegum hlut. Það sem hins vegar breytist þegar þeir verða eldri, er að þeir verða alveg eyðilagðir ef þetta gengur ekki til baka, en það gerir það þó í flestum tilfellum sem betur fer. Þegar það gerist ekki eru margir sem leita til lýtaskurðlæknis til að fá kirtilinn fjarlægðan.

Gynecomastia

Margir lenda í að ástandið gengur einungis til baka öðru megin, en þroskinn er eðlilegur hinum megin. Þegar og ef þessir ungu menn ræða vandamálið við foreldra, segja þeir í flestum tilfellum að einungis þurfi að bíða ákveðinn tíma, og þá leysist málin. Því miður er það sjaldnast rétt, svo að þegar þessir menn leita til lýtaskurðlæknis hafa liðið nokkur ár þar sem einstaklingurinn hefur ekki viljað fara úr bolnum, eða nálgast hitt kynið.

Ofvöxtur í brjóstum á ungum karlmönnum er algeng ástæða mikillar vanlíðunar og lækkunar á heilsutengdum lífsgæðum.

Hann getur verið af tveimur tegundum. Annars vegar getur verið að mikið ójafnvægi ríkir milli magns fituvefs í brjóstinu afgangsins af framhlið bolsins (brjóstin eru stór, en drengurinn er að öðru leyti grannur). Þá er yfirleitt talað um adipomastíu, sem er þó fremur illa skilgreint hugtak. Það sem hins vegar er algengara er ofvöxtur sjálfs kirtilvefjarins í brjóstinu (já, við karlmenn erum líka með kirtilvef í brjóstinu eins og konur, en sá er oftast minni en hjá þeim. Af óþekktum ástæðum hefur hormónaframleiðsla líkamans þau áhrif á kirtilvef karla að hann stækkar eða helst stækkaður, óháð magni hormóna í líkamanum. Ekki er hægt að reikna með því að hann minnki með tímanaum ef einstaklingurinn er kominn vel inn í kynþroskann. Ástæðan er að hormónaviðtakar í kirtlinum gera hann ófæran um að bregðast við sveiflum í eðlilegum kynhormónum. Hið eina sem hægt er að gera, ef viðkomandi vill ekki sætta sig við ástandið, er að fjarlægja kirtilinn með skurðaðgerð.

Það er svo að gynecomastia og adiposmastia fylgjast yfirleitt að. Þ.e. ef karlmaðurinn hefur ofvöxt í brjóstkirtilvef, hefur hann yfirleitt einnig óeðlilegt magn fitu kringum.

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna. Ein kona af hverjum 7 fær brjóstakrabbamein einhvern tíma á æfinni. Þetta krabbamein er miklu sjaldgæfara meðal karlmanna, í raun eitt af sjaldgæfari krabbameinum sem þeir geta fengið. Þetta er þó ekki óþekkt og muna þarf eftir að þessi sjúkdómur finnist þegar karlmaður leitar sér hjálpar vegna stækkunar á öðru brjóstinu. Vegna þess hversu óalgengt krabbameinið er hjá körlum greinist það jafnan mun seinna en hjá konum. Það orsakar því miður að dánartíðni í þessum sjúkdómi er hærri heldur en hjá konum á sama aldri Annað sem ekki má gleyma er að stundum eru til staðar hormonaójafnvægi í líkama karlmanna með stækkaðan brjóstkirtil. Algengast er að um sé að ræða annað hvort góð- eða illkynja æxli í eistum þeirra sem framleiða kvenhormón. Því skal alltaf bæði þreifa eistu og mæla hormónamagn í líkamanum fyrir aðgerð. Alltaf skyldi senda stækkaðan brjóstkirtil í smásjárskoðun til að tryggja að ekki sé um illkynja vöxt að ræða.

Af einhverjum ástæðum er það svo að kirtilvefur karlmanna hefur tilhneigingu að blæða eftir aðgerð, samanborið við kirtilvef kvenna, þó svo að sárasvæðið sé mun stærra eftir brjóstaminnkun hjá þeim. Í raun er enginn sem veit af hverju.

Skurðaðgerð á þessum sjúkdóm hefur þess vegna að markmiði að ekki einungis fjarlægja ofvöxtinn í kirtilvefnum, heldur einnig minnka fituvefinn á brjóstasvæðinu. Í sjálfri aðgerðinni er því byrjað á því að fjarlægja fituvefinn með fitusogi. Eftir það er opnað ca 1mm innan kants vörtubaugsins og gegnum þann skurð er kirtilvefurinn fjarlægður. Sjaldgæft er að kirtilvefurinn stækki aftur.

Ef maðurinn hefur bringuhár munu þau að mestu leyti draga athyglina frá örunum, sem yfirleitt verða mjög fín.

Gynecomastia

Við fylgjumst þess vegna sérstaklega vel með karlmönnum sem undirgangast þessa aðgerð, og sjáum til að einstaklingurinn hafi örugglega persónulegt símanúmer lýtalæknisins ef vera skyldi að þetta gerist. Muna skal að ef sjúklingurinn hefur ekki blætt morguninn eftir aðgerð á það ekki eftir að gerast.

bottom of page