Viðgerð á eyrnasneplum
Fyrir ekki svo löngu var í tísku að bera stóra hringi í eyrnasneplunum, því stærri og því teygðari eyrnasneplar, því betra.
En tískan varir sjaldnast að eilífu, og það eru margir með eyrnasnepla sem ekki eiga eftir að jafna sig á þessu, og því þarf að gera við þá. Hér koma nokkur ráð hvernig best er að haga lífinu á næstunni


-
Skurðir þínir eru hárfínir og eru saumaðir í tveimur lögum. Undir húðinni er sterkur þráður sem eyðist, en utaná er saumur með fínum þræði sem þarf að fjarlægja eftir ca. eina viku. Ofan á saumunum er þunnt „skurðlæknateip“ sem einu umbúðirnar. Teipið á að liggja ósnert þar til þú kemur í eftirlit.
-
Teipið þolir vatn, svo á þriðja degi skaltu fara í sturtu eftir að hafa fjarlægt umbúðapúðann (ytri umbúðirnar). Góð sturta fækkar bakteríum á húðinni og minnkar því líkur á sýkingu. Eftir sturtuna geturðu þurrkað teipið með t.d hárþurrku.
-
Eðlilegt er að eftir aðgerðina séu eyrnasneplarnir mjög bólgnir og aumir.
-
Fyrstu vikuna skaltu ekki nota farða eða aðrar snyrtivörur í andlitið, annað en milt rakakrem. Ef þú rakar þig í andlitinu er best að sleppa því fyrstu vikuna. Þegar saumarnir hafa verið fjarlægðir máttu nota allar snyrtivörur á venjulegan hátt.
-
Eðlilegt er að um þrjár til fjórar vikur taki fyrir mestu bólguna að hverfa, en eyrnasneplarnir geta verið aumir í allt að þrjá mánuði. Á þessu tímabili er eðlilegt að þeir sýnist stærri en þeir verða eftir að bólga og þroti er horfinn. Þetta er því tímabundið ástand.
-
Sýkingar eftir þessa aðgerð eru afar óalgengar.
-
Farðu vel með þig vikurnar eftir aðgerð. Forðastu alla líkamlega áreynslu fyrr en liðið hafa um tvær vikur. Þetta á einnig við um alla íþróttaiðkun.
-
Endurkomutíminn er bókaður eftir ca. viku. Í honum athugum við hvort gróandinn í skurðunum sé eðlilegur og gætum að sýkingareinkennum.
9. Ef allt í einu tekur að vessa úr einhverjum skurði, það myndast roði og verkur, eða þú færð hita skaltu hafa samband við Andra. Fremur auðvelt er að greina mögulega sýkingu gegnum síma (ljósmyndir / video). Ef þörf krefur kallar Andri þig til skoðunar á stofu og ávísar sýklalyfjum. Þér verður svo fylgt eftir þar til sýkingin er horfin. 10. Vinsamlegast athugið að sýklalyf eru aldrei gefin fyrirbyggjandi, það eykur bara líkurnar á að rækta fram ónæmar bakteríur.
11. Ef í nauðirnar rekur má senda SMS eða hringja beint í Andra: 853 5403.
12. Mundu að endanlegur árangur aðgerðarinnar kemur ekki í ljós fyrr en að minnsta kosti 9 mánuðir hafa liðið frá aðgerðardegi.