top of page

 

UM ANDRA

Tími lýtaskurðlæknis er takmarkaður, en samt er lykilatriði fyrir aðgerð að einstaklingurinn fái svör við öllum spurningum í fyrsta, og kannski eina viðtalinu.

​Góðir lýtaskurðlæknar gera allt til að fræða þig eins og þarf fyrir aðgerðina, svo að þú vitir hvað þú vilt gera og hver á að hjálpa þér með það.

Ef þú vilt koma til okkar aftur með fleiri spurningar kemur þú bara aftur. Þá geturðu hitt lýtaskurðlækninn til að mynda þér endanlega skoðun. Að hitta Andra, lýtaskurðlækni, aftur, er þér að kostnaðarlausu. Við viljum vera  viss að þú hafir allt á hreinu áður en þú leggst á skurðarborðið.

Andri Már Þórarinsson er lýtaskurðlæknir með yfir 20 ára reynslu af lýtaskurðaðgerðum og fjölmörgum öðrum skurðaðgerðum. Hann útskrifaðist árið 2000 úr Læknadeild Háskóla Íslands, starfaði sem ungur læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Heilsugæslustöðinni á Akureyri og svo á Skurðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss. Eftir þetta hélt hann til Svíþjóðar, þar sem hann sérmenntaði sig í lýtaskurðlækningum og smásjárskurðlækningum

Eftir að hafa skrifað undir læknaeiðinn, fluttist hann fyrir 19 árum til framhaldsnáms í lýtaskurðlækningum við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg, sem er stærsta háskólasjúkrahús Norðurevrópu.

Á öllum þessum árum stjórnaði hann og framkvæmdi einhver þúsund lýtaskurðaðgerðir af ýmsu tagi. Meðfram þessu starfaði hann utan sjúkrahússins á stærstu einkareknu stofunni í Gautaborg, ArtClinic, með fegrunarlækningar sem sérsvið.

Nýlega flutti Andri aftur heim. Eftir að hafa starfað í fullu starfi við Lýtaskurðdeild Landspítalans, hefur hann nú skipt um starfsvettvang og og starfar nú eingöngu hjá fyrirtæki sínu Aesthetica (www.aesthetica.expert). Þar framkvæmir hann flestar tegundir lýtaskurðlækninga, sérstaklega þær sem hann hefur víðtækasta reynslu af, en afþakkar sumar aðrar, svo sem aðgerðir á nefi og andslyftingar. Þar geta aðrir lýtaskurðlæknar hjápað til.

 

Hjá Andra ertu í höndunum á þrautreyndum sérfræðingi í lýtaskurðlækningum sem á eftir að fylgja þér gegnum allt ferlið, frá fyrstu heimsókn, þar til öll skurðsár eru gróin, og að lokum samtal þar sem farið er yfir árangurinn af aðgerðinni miðað við væntingarnar.

Markmið okkar er að þú verðir ánægð/ur með aðgerðina þína og að í hverju tilfelli sé raunhæfum markmiðum náð, með tilliti til þeirra forsendna sem þú hefur og er farið vel yfir í fyrsta viðtali.

Andri Már Þórarinsson

Skurðlæknar sem hafa náð á langt á ferli sínum hafa yfirleitt reynslu af vísindarannsóknum einnig. Til viðbótar við reynslu á skurðstofu æskilegt að sinna einnig vísindastarfi, sem getur bætt líðan margra sjúklinga.

Andri hefur verið virkur í rannsóknum í sérgrein sinni.  Hann hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, og haldið alþjóðlega fyrirlestra, allt frá Chile í suðri til Umeå í Norðursvíþjóð í norðri. 

Meðfram starfi hefur Andri tekið mikið þátt í alþjóðlegu félagsstarfi lýtaskurðlækna. Hann situr eða hefur setið í stjórnum Alþjóðasamtökum lýtaskurðlækna, Skurðlæknafélags Íslands, Skurðlæknafélagi Norðurlanda, Smásjárskurðlækna í Svíþjóð og Samtök smásjárskurðlækna í Evrópu með meiru.

 

Starfsferill Andra hefur að mestu verið í Svíþjóð en hann flutti heim til Íslands ásamt fjölskyldu sinni, og hefur síðan haldið áfram á sömu braut, að mestu á Landspítalanum í Fossvogi. Nú hefur hann hins vegar ákveðið að helga sig meðferð sjúklinga á einkastofu. Þar er um að ræða allar aðgerðir þar sem Sjúkratryggingar Íslands standa straum af hluta kostnaðarins, en hins vegar einnig hreinum fegrunarlækningum, sem sjúklingur greiðir að öllu leiti úr eigin vasa.

Í báðum þessum greinum reynir Andri að halda niðri kostnaði sjúklingsins eins og kostur er.

Árið 2017 varði hann doktorsritgerð sína við Gautaborgarháskóla. Hún fjallar um brjóstauppbyggingar eftir brjóstakrabbamein og heilsutengd lífsgæði þar að lútandi. Ritgerðin þótti það athyglisverð að hún kom út á bók árið 2017, gefin út af Lambert útgáfunni sem sérhæfir sig í útgáfu á vísindaefni. Hægt er að kaupa bókina á Amazon: (https://www.amazon.com/Breast-reconstructions-factors-complications-Clinical/dp/6202075724). Hún er mögulega enginn yndislestur, en gefur innsýn í mismundandi aðferðir til brjóstauppbygginga eftir krabbamein, það sem þarf að varast, og hvenær brjóstauppbygging skilar bata í heilsutengdum lífsgæðum.

Stytt yfirlit yfir menntun

Menntun

2000

Cand Med. et Chir. frá Læknadeild Háskóla Íslands

Háskóli Íslands, Læknadeild

2002 - 2008

Almennt lækningaleyfi á Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku

2007 - 2009

​Sérfræðileyfi í lýtaskurðlækningum á Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku

2004 - 2007

Sérnám í lýtaskurðlækningum við Háskólasjúkrahúsin í Örebro og Gautaborg

2008 - 2017

Doktorsnám í lýtaskurðlækningum við Sahlgrenska Academy

Háskólinn í Gautaborg

2017

Háskólinn í Gautaborg

Doktorsvörn ritgerðar sem fjallar um brjóstauppbyggingar eftir brjóstakrabbamein se heilsutengd lífsgæði. Ritgerðina má nálgast hér

Stytt yfirlit yfir störf

1997 - 2000

Fjöldi afleysinga á heilsugæslutstöðvum og sjúkrahúsum, m.a. á Akureyri, í Bolungarvík, Höfn í Hornafirði, Djúpavogi, Laugarási, Grundarfirði og Keflavík

2001 - 2004

2000 - 2001

Kennari í heila- og taugalíffærafræði við Háskólann á Akureyri

Læknakandidatsár við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri

2001 - 2002

2002 - 2004

2004 - 2006

Heilsugæslustöðin á Akureyri, sérnámslæknir

Læknir í sérnámi við Skurðsvið Landspítala háskólasjúkrahúss

Sérhæfing í lýtaskurðlækningum við Háskólasjúkrahúsið í Örebro, Svíþjóð

2006 - 2007

Sérhæfing í lýtaskurðlækningum við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg, Svíþjóð

2007 - 2020

2009 - 2021

Sérfræðilæknir í lýtaskurðlækningum við Sahlgrenska, og yfirlæknir frá 2014

Art Clinic - stærsta lýtalæknastofa Gautaborgar, sérhæfing í fegrunarlækningum

bottom of page