Blæðing
Þegar skurðaðgerð er framkvæmd er ómögulegt annað en að opna og skera í minni og stærri æðar. Þegar skurðlæknir fer t.d. í gegnum fituvef notar hún/hann rafhníf sem samstundis brennir fyrir minni æðar. Viðbrögð allra æða líkamans eru hins vegar að þegar þær eru skornar sundur þá kemur krampi í æðaveggina og þær hætta að blæða. Hugsun náttúrunnar er að stoppa blæðingar eins fljótt og er mögulegt er. Þessar litlu æðar sem gera þetta er ómögulegt að sjá með beru auga við sjálfa aðgerðina.
Það sem hins vegar gerist stundum, er að eftir nokkra tíma sleppir krampinn í æðinni og þá getur einhver þeirra byrjað að blæða. Blæðingin safnast saman undir húðinni á skurðsvæðinu. Það bólgnar því afar mikið, og þetta er ástand sem leynir sér ekki við skoðun reynds lýtaskurðlæknis.
Ef þú lendir í þessu, þá er þetta ekki hættulegt heilsu þinni, en hins vegar er erfitt að vera svæfð/ur tvisvar sama sólarhring, sem er fremur leiðinleg upplifun.
Það er vegna þessa fylgikvilla sem við mælum með að þú sofir ekki ein/n nóttina eftir aðgerð.
Ef þetta skyldi nú henda er tvennt hægt að gera. Hægt er að leyfa líkamanum að annast ástandið, þ.e. að taka upp blóðið. Þetta er gert ef blæðingin er ekki mjög stór. Það tekur yfirleitt nokkurn tíma, stórt mar kemur út, og stundum verður í framhaldinu svolítið meiri örvefur á svæðinu sem blæddi, en sjaldan að það skipti máli.
Ef um stærri blæðingu er að ræða þarf að taka sjúklinginn inn á skurðstofu að nýju, svæfa, opna og hreinsa burt blæðinguna, ásamt því að finna æðina sem hefur opnast. Stundum eru lagðir kerar (dren) til að ná bólguvökva úr sárasvæðinu, sem hafðir eru í fáeina daga, eða styttra. Ef sjúklingurinn þarf að fara í enduraðgerð er gott að muna að hættan á sýkingu eftirá er hlutfallslega mikil. Stundum eru sýklalyf gefin fyrirbyggjandi.
Ef þú verður útsett/ur fyrir fylgikvillum fylgjum við þér náið eftir og önnumst þig á eins góðan hátt og hægt er, þér að kostnaðarlausu.