top of page

Útstæð eyru

Þó þetta ástand sé af því tagi að erfitt sé fyrir fullorðna að samsama sig því að þetta geti verið stórt vandamál, eru yfirleitt börn sem líta svo út, alls ekki sammála. Útstæð eyru geta verið orsök rætinnar stríðni eða eineltis í skólum. Best er að leita lýtaskurðlæknis um leið og barnið nefnir þessar áhyggjur sínar. Þetta er yfirleitt á aldrinum 10 - 13 ára, fyrir þann tíma gera þau sér ekki grein fyrir þessu, og skólafélagar ekki heldur.

Um er að ræða fremur litla aðgerð, sem getur breytt lífi barnsins.

Útstæð eyru

Otoplasty...

...er aðgerðin kölluð á ensku. Þetta er skurðaðgerð sem framkvæmd er til að laga meðfædda galla á eyrum, til að bæta útlit þeirra, sem teljast vera útstæð samkvæmt áliti sjúklingsins. Þetta eru einkum börn, sem orðið hafa fyrir stríðni eða athugasemdum vegna útlitsins. Í flestum tilfellum er útlitið meðfætt, og oft má sjá að annað foreldrið hefur sama útlit, hafi það ekki verið leiðrétt. Hinn möguleikinn er sá að ástandið hafi komið til eftir meiðsli, þ.e. blóðsöfnun kringum brjósk eyrans.

Í aðgerðinni leggur lýtaskurðlæknirinn skurð á bak við eyrað og annað hvort minnkar, eða endurmótar brjóskið til að breyta stærð, lögun og fá eyrað til að sitja nær sjálfu höfðinu.

 

Yfirleitt eru þessar aðgerðir gerðar í staðdeyfingu, ástundum með róandi lyfjum. Einstaklingurinn getur farið heim innan fárra tíma eftir aðgerð.

Eins og með allar skurðaðgerðir fylgir otoplasty alltaf ákveðin áhætta. Þessi áhætta er sú sama og með allar aðrar skurðaðgerðir. Helstu fylgikvilla má sjá hér

bottom of page