top of page

Sagan byrjar hér

Viðtalið

Eitt af því mikilvægasta til þess að þú verðir ánægð/ur með aðgerðina þína er fyrsta viðtalið við lýtaskurðlækninn. Viðtalið er nýtt til að fara yfir óskir þínar og væntingar, ásamt almennu mati á heilsufari þínu. Markmiðið er að þú farir heim með greinargóðar upplýsingar um hvað stendur þér til boða og hvaða árangurs má vænta, þannig að þú getir tekið góða og upplýsta ákvörðun, sem á vonandi eftir að hjálpa þér lífið út.

Bóka viðtal
Bóka viðtal

Viðtalið

Uppbygging viðtalsins er yfirleitt nokkuð stöðluð. Lauslega uppbyggingu þess má sjá hér til vinstri.

Andri gefur sér alltaf góðan tíma til að fræða og svara spurningum um aðgerðina og einstaklingsmiðaðan árangur sem þú mátt gera ráð fyrir að ná. Hann hefur þá bjargföstu trú að enginn frískur einstaklingur ætti að undirgangast skurðaðgerð, nema hann/hún skilji að fullu umfang aðgerðarinnar, líklegt útfall og mögulega fylgikvilla.

 

Á þessum síðum er að finna nokkuð ítarlegar upplýsingar um þær aðgerðir sem við höfum mesta reynslu af, sem og almenna og sértæka fylgikvilla sem fylgja. Byrja má að lesa HÉR

nude-5237605_1280_edited.jpg

Öryggi við aðgerð

Lýtaskurðaðgerðir eru gerðar á frískum sjúklingum til að auka heilsutengd lífsgæði þeirra. Þess vegna er öryggi við aðgerð það sem mestu máli skiptir í öllu ferlinu. Í Efstaleiti eru nýjustu og fullkomnustu skurðstofur landsins, jafnvel betri en á Háskólasjúkrahúsunum í Reykjavík.

Viðtal við Andra kostar 7500 kr. Sá kostnaður er að sjálfsögðu dreginn frá heildarverði kjósir þú að bóka aðgerð. Ef ekki verður af aðgerð ertu hið minnsta búin/n að fá staðgóða fræðslu um eðli aðgerðarinnar, væntanlegan árangur og mögulega fylgikvilla, sem þú getur þá notað til ákvörðunar um mögulega aðgerð í framtíðinni, hjá honum eða annars staðar.

Fitusog
bottom of page