top of page
Lýtaaðgerð

Hjartanlega velkomin(n) í aðgerð hjá okkur

Flestir skjólstæðinga okkar eru að fara í sína fystu svæfingu. Margir upplifa að þau hafi lent í aðstæðum sem þau hafa enga stjórn á. Aðgerðardaginn er þetta ekki fjarri lagi.

Flestir einstaklingar eru stressaðir og vilja ekkert frekar en að aðgerðin hefjist strax.

Við reynum að halda biðtímanum í lágmarki, en undirbúningur aðgerðar þinnar þarf að vera vandaður og tekur svolítinn tíma.

Það sem einstaklingur þarf alltaf að gera fyrir svæfingu er að treysta starfsfólkinu fyrir velferð sinni. Þetta er fremur erfitt í fyrsta skipti sem þú ert svæfð(ur).

Þú getur hins vegar treyst því að á Skurðstofum Reykjavíkur er fólk sem er mjög vel mennntað, þjálfað og indælt.

Þú getur því skilið eftir ábyrgðina hjá okkur. Við pössum ykkur. Við höfum öll langa reynslu, bæði þegar allt gengur vel (langlangoftast) en líka þegar gengur örlítið minna vel. Við hjálpum þér í gegnum ferlið, og allt verður í lagi.

bottom of page