top of page

Aðgerðarferillinn frá fyrstu heimsókn þar til allt er klárt

 • Fyrsta skrefið er að panta sér viðtal hjá okkur. Best er að bóka tíma gegnum þessa heimasíðu. Hægt er einnig að hringja á Læknastofur Reykjavíkur í síma 551 1225 alla virka daga milli kl 10 og 14.

 • Þú kemur á stofuna á þeim tíma er þú hefur fengið uppgefinn

 • Á móti þér tekur vel menntað og nærgætið starfsfólk sem vísar þér í viðtalið

 • Þú átt væntanlega gott og fullnægjandi samtal við lýtaskurðlækninn sem hjálpar þér að taka ákvörðun um aðgerðina. Ef þú þarft að hugsa málið, ertu velkomin aftur til hans, án nokkurs kostnaðar, til að fara yfir spurningar þínar

 • Ef og þegar þú villt bóka aðgerð læturðu okkur vita, við finnum tíma sem hentar þér og leiðbeinum þér hvernig þú getur greitt fyrir aðgerðina

 • Á aðgerðardaginn kemur þú á umsömdum tíma, við tökum vel á móti þér. Þú færð sérstök föt sem allir klæðast á skurðstofunni og við leiðbeinum þér hvert þú átt að fara

 • Þú færð rúm eða hægindastól í undirbúningsherberginu þar sem þú getur fundið ró fyrir aðgerðina

 • ​Lýtalæknirinn kemur, við förum saman yfir hvað á að gera, förum aftur yfir gang aðgerðarinnar og væntanlegan árangur, ásamt því að fara yfir síðustu spurningar þínar

 • Við merkjum aðgerðarsvæðið vandlega samkvæmt því sem við höfum rætt

 • Þú stillir þér upp í spegli með lýtalækninum, sem útskýrir hvar skurðirnir eigi að liggja, hvaða svæði á t.d. að fitusjúga o.s.frv. Það er mikilvægt að þú samþykkir teikninguna. Stundum er hægt að breyta henni skv. óskum þínum, en ef ekki færðu góða útskýringu hvers vegna

 • Hjúkrunarfræðingur kemur og gefur þér róandi lyf og verkjalyf fyrir aðgerðina, til að veita vellíðan og losa um streitu. Við viljum ekki að sjúklingarnir fái þessi lyf fyrr en eftir að læknirinn hefur talað við þig og merkt, þú þarft að vera allsgáð/ur þegar þetta er gert

 • Hjúkrunarfræðingur fylgir þér inn á skurðstofu þar sem tekur við þér þjálfað starfslið. Það kynnir sig fyrir þér með nafni og titli. Þetta er gert svo þú finnir þig trygga/nn fyrir svæfingu

AI_Image_20231124_728802_1_edited.jpg

​​

 • Þú leggst á skurðarborðið og ert svæfð/ur​

 • Aðgerðin fer fram​

 • Þú vaknar á skurðarborðinu, en manst fyrst eftir þér frammi á vöknunardeildinni. Þar annast þig reyndir hjúkrunarfræðingar með stuðningi svæfingarlæknis og lýtalæknis. Við leggjum áherslu á að sjúklingarnir séu eins verkjastilltir og mögulegt er. Hins vegar eftir skurðaðgerð í svæfingu er ekki hægt að reikna með að vera algerlega verkjalaus

 • Starfsfólk fylgist vel með öllum lífsmörkum, púls, öndun og súrefnismettun, ástamt verkjum og gefa þér súrefni og verkjalyf eftir þörfum

 • Þegar þú hefur jafnað þig kemur lýtalæknirinn, segir þér hvernig aðgerðin gekk, hvort eitthvað varð betra en fyrirhugað, eða ef eitthvað gekk síður. Einnig leggur hann upp áætlun fyrir næstu daga hvað varðar hreyfingu og umönnun skurðanna

 • Þegar þú ert tilbúin/n geturðu fengið að fara heim, en ekki fyrr en eftir mat lýtalæknis og og svæfingalæknis. Við viljum að þú hafir getað drukkið, borðað og pissað áður en við hleypum þér heim.

 • Lyfseðlar fyrir þeim lyfjum sem talin eru nauðsynleg eftir það inngrip sem þú hefur farið í gegnum eru sendir í lyfjagáttina. Einnig hefurðu með þér möguleg vottorð, endurkomutíma og nafnspjald lýtalæknisins með einkasímanúmeri hans, sem hægt er að hringja í ef þarf

 • Þú færð skriflegar upplýsingar um umönnun sáranna komandi daga, og bókaðan endurkomutíma til okkar

 • Eftir þetta ferðu í eigin föt með hjálp hjúkrunarfræðings. Ekki má keyra bíl fyrr en að 48 klukkustundum liðnum, svo æskilegt er að einhver komi og sæki þig og hjálpi þér heim

 • Við mælum ekki með að þú sofir ein/n heima fyrstu nóttina ef vera skyldi að þú þyrftir hjálp með einfaldari hluti

 • Hafðu í huga að ef þú færð ávísað morfínskyldum lyfjum skal ekki aka bíl svo lengi sem þau er að finna í líkamanum. Þessi lyf seinka viðbragðstíma og enginn vill valda slysi á börnum, manneskjum eða veraldlegum eigum

 • Ef allt gengur vel (sem það yfirleitt alltaf gerir) kemurðu til baka á umsömdum tíma þar sem skurðirnir eru skoðaðir og skipt er um umbúðir. Yfirleitt alltaf er það Andri sem þú hittir og við leggjum saman upp áætlun fyrir komandi viku eða tvær

 • Ef ekki gengur nógu vel með gróandann kemurðu til eftirlits eins oft og þarf þar til öll sár eru gróin. Verð fyrir þetta er venjulega innifalið í aðgerðarkostnaði.

 • Ef allt grær fljótt og vel eins og það gerir yfirleitt kemurðu til baka eftir 9 - 12 mánuði þar sem við ræðum árangurinn af aðgerðinni og hverju megi reikna með í framtíðinni. Fyrr er ekki hægt að ræða útkomuna, en við erum alltaf reiðubúin að svara hvaða spurningum sem er.

Andlit
bottom of page