top of page
inge-poelman-5TcVAZmmxpY-unsplash_edited.jpg

​Sáragróandi, ör og örmyndun

Lýtaskurðlæknar er eflaust sú stétt lækna sem hefur besta þjálfun í að sauma sár fallega saman

Við erum stolt af þessu og höldum þeim kyndli á lofti.

Að ganga vel frá sári skiptir miklu máli, en hins vegar ekki öllu máli.

Eina aðferðin sem líkaminn og náttúran hefur til að græða sár er með örmyndun. Einu mannverurnar sem geta gert við vefi án örmyndunar eru fóstur upp að 12. viku. 

Það er aldrei hægt að leggja skurð gegnum húð án þess að ör myndist eftir gróandann, og það ör sést til æviloka, þó svo því sé sinnt á besta mögulega hátt.

Örmyndunin er líffræðilegt ferli í líkamanum sem erfitt er að hafa áhrif á, segja má að það liggi í genum sjúklikngsins nákvæmlega hvernig útlitið verður að að lokum.

Það sem við gjarnan viljum, miðað við það sem líkaminn vill getur verið mismunandi.

Náttúran vill gjarnan hafa ör stór og sterk. Við höfum enn sömu gen og þegar mannfólk bjó í hellum. Á þeim tíma höfðu þeir sem gréru hratt, með stórum og sterkum örum yfirburði yfir aðra sem bjuggu í sama helli og gréru á lengri tíma og voru því meira útsettir fyrir sýkingum. Þetta hefur í för með sér að þeir sjúklingar sem mynda fallegustu örin, eru þeir sem gróa seint og með örum sem ekki halda vel. Dæmi um þetta eru níræðar konur sem fara í gegnum aðgerð á andliti. Þær gróa afar hægt, en að lokum er erfitt að sjá örin. Öfugt gildir um börn. Þau gróa mjög fljótt og vel og með sterkum örvef, sama hversu vel þau eru saumuð af lýtaskurðlækni. Þessi stóru og sterku ör eru venjulega í nútímanum köllum „ljót“ ör.

En ekki er allt fengið einungis með góðri tækni lýtaskurðlæknisins.

Þekkt er að því dekkri sem húðin er hjá sjúklingnun, því meiri eru líkurnar á að örin verði stór og sterk, jafnvel að upp komi ofvöxtur í örin, svokölluð "hypertrofia" eða jafnvel "keloid". Þetta ástand er mjög erfitt að meðhöndla, og það er ólíklegt að eftir meðferð að útlit örsins batni.

 

Örmyndunin er sem sagt sjálfstætt líffræðilegt ferli, sem ekki er hægt að hafa fulla stjórn á, hvorki skurðlæknir eða sjúklingur. Hið eina sem hægt er að lofa er að sárið verði saumað saman skv. nýjustu og bestu tækni.

Hafa ber í huga, þrátt fyrir það sem ofan stendur, að í flestum tilfellum verða örin mjög fín, sé vinnan á bak við vel gerð.

Annað sem er mikilvægt og ekki er nægilega talað um er að ný ör mega ekki vera í sól hið minnsta eitt ár eftir aðgerð. Nýr örvefur sólbrennur auðveldlega og þá geta örin orðið mislit, en það tekur einhver ár að ganga til baka. Á tímabilinu eiga því örin eftir að sjást meira. Nóg er að hylja örin með klæðnaði, en ef ekki er hægt að komast undan sólarljósi má þekja þau með tvöföldu pappírsteipi við sólbað.

Hafa ber í huga, að í flestum tilfellum verða örin mjög fín, sé vinnan vel gerð.

Við mælum með teipi yfir ný ör þar til liðið hafa ca 9 mánuði frá aðgerð.

Gæta þarf þess að ekki skíni sól á ný ör hið minnsta eitt ár eftir aðgerð. Nýr örvefur sólbrennur auðveldlega og þá geta örin orðið mislit, en það tekur fáein ár að ganga til baka. Á tímabilinu eiga því örin eftir að sjást meira. Nóg er að hylja örin með klæðnaði, en ef ekki er hægt að komast undan sólarljósi má þekja þau með tvöföldu pappírsteipi við sólbað. Nánari upplýsingar um ráðleggingar hvað varðar ör er að finna annars staðar á síðunni.

Ör örmyndun

Mismunandi aldur á örum

Hér má sjá tvö ör, þar sem það vinstra er eldra en það hægra. Þegar ör þroskast verða þau ljósari og ljósari, en eiga samt alltaf eftir að sjást.

Ör örmyndun

Gliðnað ör

Þetta ör hefur gliðnað og er dekkra en húðin í kring. Örið er þroskað og á ekki eftir að breytast meira.

Hægt er að fjarlægja það, ásamt saumaförunum í kring og sauma með betri tækni

Ör örmyndun

Sýnilegt ör

Algengt útlit af örum hjá fólki sem farið hefur í aðra aðgerð en lýtaaðgerð. Tæknin sem notuð hefur verið er önnur en í lýtaaðgerðum. Lýtaskurðlæknar nota t.d. ekki hefti í húðina eins og þessi sjúklingur hefur fengið.

Ör örmyndun

Ofvöxtur í öri

Hlaupið hefur ofvöxtur í þetta ör (hypertrofia). Grípa þarf í taumana til að það haldi ekki áfram að stækka

Ör örmyndun

Keloid

Þetta er það versta sem getur komið fyrir ör. Ekki bara ofvöxtur, heldur vex örið út fyrir svæðið þar sem skurðurinn var lagður. Gríðarlega sjaldgæft sem betur fer. 

big scar in the face of a middle aged ma

Ör í þroskaðri húð

Þegar við verðum eldri verða örin yfirleitt betri

bottom of page