top of page

Kostnaður við lýtaaðgerð

Kostnaður við lýtaskurðaðgerðir er yfirleitt tvenns konar. Í fyrsta lagi er um aðgerðir að ræða sem gerðar eru innan almenna heilbrigðiskerfisins, svo sem uppbygging brjósta eftir brjóstakrabbamein. Þessar aðgerðir eru enn gerðar innan almenna kerfisins, en því miður má stundum mæla biðtímann í árum fremur en mánuðum.

Lýtaaðgerð kostnaður

Sjúkratryggingar Íslands

Það eru því margir sem velja að leita sjálfstætt starfandi lýtaskurðlækna til að fá aðgerð sína gerða. Fyrr á dögum greiddu Sjúkratryggingar Íslands næstum allan kostnaðinn við slíkar aðgerðir. Á eftir því kom tímabil þar sem ekki var í gildi samningur milli lýtaskurðlækna og SÍ. Þá greiddu Sjúkratryggingar hluta kostnaðarins en einstaklingurinn afganginn. Nú eru komnir nýir samningar við sérfræðilækna. Þar er í tilfelli lýtaskurðlækna ýmislegt sem þarf að laga áður en hægt er að vinna eftir honum. Viðræður standa yfir milli Félags íslenskra lýtalækna og SÍ. Enn er óljóst hver lendingin verður eða hvenær. Félag íslenskra lýtalækna reynir að hraða þeirri vinnu eins og hægt er, en á meðan er nokkur óvissa með fáeinar tegundir aðgerða.

Hvað varðar hreinar fegrunaraðgerðir, þ.e. þegar frískum líkamshluta er breytt (nefaðgerðir, andlitslyftingar eða brjóstastækkanir án meðfæddra galla), hafa þessar aldrei verið framkvæmdar innan opinbers heilbrigðiskerfis, og sjúklingarinar greiða því allan kostnaðinn úr eigin vasa.

Ef einstaklingar kjósa er boðið upp á fjármögnunarleiðir hjá Læknastofum Reykjavíkur og Aesthetica.

bottom of page