Að huga að fyrir
aðgerð
Undirbúningur aðgerðar
Öll höfum við mikið magn af bakteríum á húð líkamans, þrátt fyrir gott almennt hreinlæti. Margar af bakteríunum sem valda sýkingum lifa góðu lífi á húðinni, án þess í raun að gera nokkuð af sér. Margar aðrar gera þetta einnig, þær geta valdið sýkingum, þó slíkt sé sjaldgæft. Allir sjúklingar sem undirgangast skurðaðgerðir þurfa að sturta sig þrisvar með venjulegri fljótandi sápu. Og mikið af henni. Þetta er gert til að minnka magn baktería á húðinni, en mikið magn þeirra eykur sýkingartíðni.
​
​
Þegar hverri sturtu er lokið skaltu þurrka þér með nýþvegnu handklæði og fara í hrein nærföt.
Leiðbeiningar um sturtuna
Flestir fullorðnir kunna að sturta sig.
Fyrir aðgerð er hins vegar mikilvægt að ekki gleyma neinum hluta líkamans, svo best er að gera þetta kerfisbundið:
-
Útvegaðu mjúkan þvottasvamp, sem fæst í apótekum
-
Bleyttu hárið vel og skolaðu af öllum líkamanum, gjarnan með "nuddstillingu" á sturtuhausnum, skolaðu sérstaklega vel milli fótanna
-
Skrúfaðu fyrir vatnið, settu sjampó í hárið, nuddaðu vel og skolaðu svo vel. Enga hárnæringu má nota, sama þó hárið líti út eins og stálull eftirá
-
Settu ríkulega af fljótandi sápu í svampinn
-
Nuddaðu svo sápu inn í húðina frá toppi til táar:
-
Andlit (ekki innan í eyrun, en sérstaklega vel kringum nefið)
-
Hendur, vel undir nöglum (notið naglasköfu)
-
Handleggir, holhönd og undir brjóstum
-
Bak, kviður og sérstaklega vel innan í nafla (nota á eyrnapinna)
-
Fótleggir og fætur, vel á milli tánna
-
Nári, kynfæri og að lokum rassaskora
-
Skolaðu líkamann vandlega og þurrkaðu þér með hreinu handklæði
-
Ekki setja krem, púður eða svitalyktareyði á líkamann eftir baðið og ekki nota úr eða skartgripi • Farið í hrein föt, hreina sokka og inniskó
-
-
Svona sturtu skaltu fara í tvisvar sinnum kvöldið fyrir aðgerð og að morgni aðgerðardags.​
-
​Húðin og hárið verður mjög þurrt við þetta, ekkert er við því að gera, en það má smyrja sig með kremi strax eftir aðgerðina.
Einnig þarf að hugsa um:
Þegar búið er að sturta sig þarf maður að koma algerlega í náttúrulegu ástandi.
Þetta þýðir að ekki má nota:
-
Svitalyktareyði
-
Krem
-
Förðunarvörur
-
Ilmvötn
-
Naglalakk
-
Skartgripi
-
Lokka (í eyru, nafla eða annars staðar)
Klæðast þarf hreinum fötum
Ekki skyldi raka hár, svo sem í holhönd, yfir lífbeini eða annars staðar innan þriggja sólarhringa fyrir aðgerð. Ef raka þarf hár vegna aðgerðarinnar er það gert á skurðstofu.