top of page

Hugleiðing:
Fegurðarstaðlar eru breytilegir

Það sem á einum tíma telst fallegt breytist, hægt og hratt

Fegurðarstaðlar nútímans

Það sem okkur þykir fallegt breytist sífellt. Fatatíska er kannski einfaldasta dæmið, það sem er vinsælt í dag þykir hallærislegt á morgun, en aftur flott eftir kannski áratug eða tvo.

Upplifuð fegurð líkama breytist líka, þó svo sveiflurnar taki lengri tíma.

Konan hér til hliðar er gyðjan Naidad, málverk eftir Charles-Andre van Loo. Gyðjan, hin fallegasta á þeim tíma, væri sennilega metin með heldur háan þyngdarstuðul (BMI), og form líkamans kannski minna lögulegt. Það er smekksatriði.

Fegurð
Fegurð

Og svona litu enskar þokkadísir út á 17. öld. Þessi unga kona (málarinn er óþekktur) hefur má þykja óvenjulegt form á öxlunum, kónganef, mjóa höku, vísi að undirhöku og karlmannlegar hendur.​

Þetta eru náttúrulega bara sleggjudómar án þess að alvara liggi að baki. 

Einhverjir slíkir verða eflaust kveðnir upp yfir okkur sjálfum í framtíðinni, öðrum til skemmtunar...

Á 9. og 10. áratugnum var val á brjóstapúðum oft með þeim hætti að stærðin og formið var langt í frá náttúrulegt, flestar vildu hafa það svo. Brjóstapúðarnir voru stórir, yfirleitt ofan á vöðva og gjarnan með eins sýnilegum kanti á púðanum og hægt var.

Síðastliðin ár hafa lýtaskurðlæknar og sjúklingar þeirra meira einbeitt sér að því sem er náttúrulegt. Þegar byggja á ný brjóst, annað hvort sem stækkun, eða sem uppbygging eftir brjóstakrabbamein, er yfirleitt markmiðið að fá brjóstin eins náttúruleg og kostur er á. Margar konur nú til dags vilja helst ekki að það sjáist að þær séu með brjóstapúða.

Sama gildir um flestar aðrar aðgerðir sem lýtaskurðlæknar framkvæma. Muna þarf samt að hver einstaklingur er sérstakur, og hefur sínar eigin óskir. Ef ekki er hægt að koma til móts við þær er mikilvægt að það sé útskýrt vandlega af hverju það er ekki hægt.

Fegurð
bottom of page