top of page

Efri augnlokaplastík

Nú er augnlokaaðgerðin þín búin. Þó svo sárin séu ekki stór þá er svæðið viðkvæmt. Hér koma nokkur ráð hvernig best er að haga lífinu á næstunni

Lýtalæknar

Leiðbeiningar eftir aðgerð - Efri augnlokaplastík

  1. Það er eðlilegt að augnlokin bólgni það mikið að það sé erfitt að loka augunum til fulls. Þetta lagast á 2-3 dögum þegar bólgan fer að hjaðna.

  2. Það er eðlilegt að augnlokin verði blá, sérstaklega neðan við plástrana. Það er einnig eðlilegt að þú fáir glóðaraugu báðu megin, þó svo það sé fremur óalgengt.

  3. Sem einu umbúðir hefurðu þunna skurðlæknaplástra. Þeir eiga að sitja á sínum stað þar til þú kemur í endurkomu.

  4. Plástrarnir þola vatn. Þú getur frá fyrstu byrjun sturtað þig, nema höfuðið, en á þriðja degi skaltu fara í sturtu og þvo þér með venjulegu sjampói og sápu.

  5. Ef þú hefur fengið ávísað bakteríudrepandi augnkremi skaltu nota það eins og stendur á pakkanum. Farðu varlega svo kremið lendi ekki undir plástrinum, sem getur þá losnað.

  6. Ekki mála þig um augun, þar til saumarnir eru farnir. Notaðu engöngu milt rakakrem í andlitið

  7. Farðu vel með þig vikurnar eftir aðgerð. Þú skalt forðast alla líkamlega áreynslu fyrr en allt er gróið og bólgan hefur að mestu horfið.

  8. Endurkomutíminn er yfirleitt bókaður eftir ca. viku. Í honum athugum við hvort gróandinn í skurðunum sé eðlilegur og gætum að sýkingareinkennum. Ekki er ráðlegt að sleppa þessum tíma, sama þó allir saumar séu undir húðinni og þér líði vel.

  9. Ef skyndilega tekur að vessa úr einhverjum skurði, það myndast roði og verkur, skaltu hafa samband við Andra. Fremur auðvelt er að greina mögulega sýkingu gegnum síma (myndir / myndskeið). Ef þörf krefur kallar Andri þig til skoðunar á stofu og ávísar sýklalyfjum. Þér verður svo fylgt eftir þar til sýkingin er horfin. Vinsamlegast athugið að sýklalyf eru aldrei gefin fyrirbyggjandi, það eykur bara líkurnar á að rækta fram ónæmar bakteríur.

  10. Þegar búið er að taka saumana mælum við með að setja Dermatix krem á örin (https://www.desertcart.is/brand/dermatix). Dermatix er sílikonkrem sem verndar örin og gerir þau fallegri. Berðu þunnt lag á augnlokin, bíddu í tvær mínútur, þar til kremið er orðið matt, og svo máttu mála þig um augun yfir eins og þú villt.

    11. Ef í nauðirnar rekur má senda SMS eða hringja beint í Andra: 853          5403

     12. Mundu að endanlegur árangur aðgerðarinnar kemur ekki í ljós                fyrr en að minnsta kosti 6 mánuðir hafa liðið frá aðgerðardegi.

Auga Ínu
bottom of page