top of page
Fitusog

Sértækir fylgikvillar eftir fitusog

Yfirleitt gengur mjög vel að fitusjúga og fylgikvillar eru sjaldgæfir.

Fitusog er algeng aðgerð . Hægt er þó að segja, að þau sem undirgangast þessa aðgerð geti lent i eilítið annars konar fylgikvillum heldur er sjúklingar sem fara í gegnum aðrar aðgerðir.

Svo það sé sagt; enda þótt einungis sjáist nokkur 4mm göt í húðina kringum svæðið sem er meðhöndlað, þá getur sárasvæðið undir húðinni verið gríðarlega stórt, en sést samt ekki. Því þarf ekki að koma á óvart að líkaminn þurfi einhverja daga til að jafna sig. Slíkt er algerlega eðlilegt. Einkennin koma oftast í formi þreytu, sem sumir sjúklingar skilja ekki alveg. Ástæðan er sú að einstaklingurinn hefur stórt svæði innan í líkamanum sem er sár og þarf að gróa.

Margir sem fara gegnum fitusogsaðgerð lýsa svolitlum doða í húðinni yfir því svæði sem var meðhöndlað. Þetta er algerlega eðlilegt og gengur alltaf til baka.

Fyrr á tímum var lýst drepi í húðinni yfir fitusogssvæðinu, og blæðingar einnig, sem gátu verið gríðarstórar. Með aukinni þekkingu og þjálfun eru þetta fylgikvillar sem hafa algerlega horfið. Nú á tímum fyllum við vefinn með staðdeyfilausn, sem inniheldur einnig adrenalin, sem dregur saman æðar.

​Sýking í fitusogssvæði er næstum óþekkt, en getur þá verið erfitt að meðhöndla. Sjúklingurin sýnir sömu einkenni og við allar aðrar sýkingar; roði, þroti, aumt, vessar, sótthiti. Meðferðin er sýklalyf, eða í svæsnum tilfellum að opna inn á sýkinguna og skola endurtekið.

bottom of page