En hvaða stærð á ég þá að fá mér?
Þetta er lykilspurning þegar verið er að ákveða nýja útlit brjóstanna..
Að velja stærð
Að geta sýnt konunni nákvæmlega hvernig brjóstin og líkaminn mun líta út frá öllum sjónarhornum, eftir að búið er að setja inn púða af vissri stærð er ómögulegt. Til eru forrit sem taka mynd af konunni og breyta svo útliti brjósta þeirra á tölvuskjá.
Meðan þetta lítur skemmtilega út á yfirborðinu verða flestar konur fyrir vonbrigðum er þær bera saman myndina sem var tekin og raunverulegt útlit eftir að púðaranir eru komnir inn. Aðrar aðferðir geta því verið betri.
Mátun brjóstapúða
Allir stóru púðaframleiðendurnir eru með sitt eigið kerfi til að sýna konum hvernig mögulega þær eiga eftir að líta út eftir að púðarnir eru komnir inn.
Forritin sem tölvugera myndir sýna yfirleitt stórar skekkjur, svo þau eru ekki best til að spá fyrir um útlitið.
Það sem yfirleitt reynist best er að fara í sérstakan brjóstahaldara, og setja svo inn sérgerða púða í hann til að máta stærðirnar. Þá er líka eftirá hægt að fara í þröngan hlýrabol, þykka peysu eða hvert annað plagg sem konan hefur áhuga á að nota.
Þegar rétt stærð er fundin mælir lýtalæknirinn nokkra punkta á brjóstkassanum og getur þannig með nákvæmni fundið útstærðina á púðanum, mótsvarandi við mátunina.
Púðastærðir frá stærstu framleiðendunum koma í á annað hundrað stærðum. Hægt er þess vegna að finna með góðri nákvæmni þá púðastærð sem konan vill fá.
Muna þarf samt að það er lýtalæknirinn sem segir til um á endanum hvort hægt sé að framkvæma aðgerðina með þeirri stærð sem er valin. Ekki gengur til dæmis að setja inn mjög stóra púða hjá ungri konu með þykka og stinna húð. Annað dæmi er að ekki er ráðlegt að setja inn mjög breiða púða á konu sem er mjög mjó yfir brjóstkassann. Það sem litið er til við ákvörðun á stærðinni er hæð, breidd og hversu mikið púðinn á að standa út. Millilítrar eins og allir púðar voru einu sinni mældir í, koma nú til dags í annað sæti.
Yfirleitt eru lýtalæknirinn og konan sammála um hvað sé rétt að gera.