Skurðurinn
Mikilvæg spurning er hvar leggja eigi skurðinn í húðina til að komast inn á aðgerðarsvæðið.
Um hið minnsta þrjá staði er að ræða; gegnum holhönd, gegnum vörtubauginn eða með skurði undir brjóstinu.
Ýmsu þarf að huga að áður en ákvörðun er tekin.
Hvar á örið að lenda?
Að setja inn púða gegnum skurð í holhönd var nokkuð vinsælt fyrir allnokkrum árum, en hefur á síðari tímum verið minna og minna gert. Ástæða þess að konur vildu stundum fara þessa leið, var til að sleppa við öll ör á brjóstasvæðinu. Þær fengu í staðin ör í holhöndina beggja vegna.
Þegar komið er inn í holhöndina er yfirleitt létt að staðsetja stóra brjóstvöðvann og fara undir hann. Þegar þarf hins vegar að skapa vasann fyrir púðann, þarf að deila vöðvafestunni við rifbeinin. Þetta er talsvert langt frá snittinu í holhöndinni og getur lýtaskurðlæknirinn lent í vandræðum í aðgerðinni ef hún fær blæðingu við þennan kafla inngripsins. Erfitt er að sjá hvaðan blæðingin kemur, og ekki er óalgengt að þurfi að opna skurð undir brjóstinu, svo hægt sé að stilla hana. Einnig er ekki hægt með sama hætti eða öryggi að skapa vasa sem er nákvæmlega af þeirri stærð sem nauðsynleg er til að ekki sé hætta á að púðinn geti færst eða snúist. Þetta er því aðferð sem hefur nokkra galla, en eini kosturinn er að örið lendir í holhönd í stað brjóstasvæðis sé það er ósk konunnar. Ef hún lendir í að fá ljótt ör, sem stundum gerist, er betra sé að hafa það þar sem hægt er að dylja það undir brjóstahaldara, en að það sjáist þegar konan er í hlýrabol.
Í öðru lagi er hægt að leggja skurðinn í kantinn á vörtubaugnum, yfirleitt u.þ.b. 1mm innan við mörkin milli baugkantsins og hvítu húðarinnar utan við. Opna þarf allan kantinn að neðan, frá kl. 3 til kl. 9. Þessi ör verða yfirleitt fín og oft er erfitt að sjá þau, nema vel sé að gáð. Það sem hins vegar þarf að gera þegar búið er að opna húðina, er að fara beint inn í gegnum brjóstvefinn til að komast niður að vöðvanum.
Það eru ýmsir gallar sem þetta hefur í för með sér. Þekkt er að í mjólkurgöngum konunnar, sem alltaf eru til staðar í öllum brjóstvef, vaxa bakteríur, svo að ekki er hægt að leggja púðann á réttan stað án þess að bakteríur setjist á hann. Þó svo það valdi sjaldnast slæmum sýkingum getur það stuðlað að himnuhersli (capsular contraction).
Annar galli á þessari aðferðafræði er að ómögulegt er að deila festu brjóstvövðans gegnum þessa litlu opnun. Sama gildir um erfiðleika við að stoppa blæðingu ef slíkt gerist. Þetta er því aðferð þar sem einungis er hægt að leggja inn fremur litla púða framan við vöðvann, og erfitt er að gera vasann mátulega stórann.
Yfirleitt er happadrjúgast að leggja örið undir brjóstið. Með nútíma aðferðum og mælingum er hægt að stýra því svo, að örið leggst beint og rétt inn í nýju fellinguna undir brjóstinu, lendi örugglega á réttum stað. Þetta er kjörskurður, bæði fyrir púða sem settir eru inn ofan á,- en einnig undir vöðva. Stærð vasans er með þessum hætti hægt að skapa á besta mögulega hátt.
En hvað er þá best?
Eins og með svo margt annað í lífinu er ekkert eitt rétt svar, allar aðferðirnar hafa kosti og allar galla. Þetta þarf að meta, og í samtali við hverja konu velja bestu aðferðina.
Algengast er að leggja snittið undir brjóstið eftir nákvæmar mælingar, 4-5 cm langt og gegnum það skapa mátulega stórann vasa til að taka við púðanum.
Og að í mörgum tilfellum sé gott að leggja púðann undir stóra brjóstvöðvann.
Og að oft sé gott að notast við dropalaga púða til að ná eins náttúrulegri útkomu og auðið er.
Í sumum tilfellum geta verið ástæður fyrir því að ganga öðruvísi til vegar, en allt þetta er rætt í viðtali fyrir aðgerð.