top of page
Húðmein

Sértækir fylgikvillar við brottnám á húðbreytingum

Að taka burt "bletti" getur verið mjög auðvelt, getur verið snúið. Fylgikvillar eftir slíkar litlar aðgerðir eru ekki svo óalgengir

Það er í gegnum blóðflæðið sem líkaminn verður að hafa til að eitthvað geti gróið. Flæðið er best þegar við erum börn en minnkar með árunum.

 

Ónæmiskerfi líkamans, sem vinnur við að hreinsa upp bakteríur og dauðar frumur kemst á staðinn eingöngu með blóðflæðinu. Ef það er lélegt ná bakteríurnar að fjölga sér og valda sýkingu. Og ef það er mjög lélegt orsakar það drep í vefnum.

Ef húðbreytingin situr á viðkvæmum stað, svo sem í andlitinu, þá reynir skurðlæknirinn oft að fá svæðið að líta eins vel út og hægt er eftir á. Stundum er það ekki hægt og þá þarf að flytja og græða á húð, eða leggja þangað svokallaðan flipa.

Húðmein

En oft er reynt að sauma á venjulegan hátt til að útlitið og örin verði eins fín og hægt er. Þetta orsakar tog á saumana sem eru settir. Dragið orsakar minnkað blóðflæði í sárkantana og... Voilà!..við höfum sýkingu eða drep. Þegar þetta gerist vill líkaminn opna skurðinn til að koma út bakteríunum, og þá skiptir engu máli hvernig skurðurinn er saumaður, hann opnast alltaf. Þá er best að skola hann og yfirleitt að bíða þar til sárið grær af sjálfu sér, og fjarlægja svo örið síðar.

Það er ekki svo óalgengt líka að húð sem reynt sé að græða á vilji ekki festast, og að flipar sem eru gerðir til að fylla sárið deyi. Orsökin þar er einnig skortur á blóðflæði í flestum til fellum. 

En þó svo fylgikvillar séu fremur algengir þegar blettir eru teknir, þá eru þetta yfirleitt alltaf saklausir fylgikvillar. Það versta sem gerist er að sárin taka lengri tíma að gróa en áður, og það getur þurft nýja litla aðgerð síðar til að laga örið sem myndast.

Nokkrar ástæður eru fyrir því af hverju þetta gengur ekki alltaf eins og smurt. 

Í fyrsta lagi eru sjúklingar sem undirgangast svona aðgerðir oft orðnir svolítið eldri og hafa oft ýmsa sjúkdóma sem gera þá bæði meira næma fyrir sýkingum, en einnig næmari fyrir vandræðum með gróandann. Algengasti sjúkdómurinn sem veldur þessu er sykurýki. Sykursýki skemmir bæði stórar og litlar æðar með tímanum, sem gerir að blóðflæðið til húðarinnar, sem áður var mjög gott er það ekki lengur.

bottom of page