top of page
Eyrnasnepill_edited_edited.jpg

Fylgikvillar eftir viðgerð á
eyrnasneplum

Það þarf næstum ekki að fjalla um fylgikvilla, vegna þess hversu sárin eru lítil og hversu auðvelt er að meðhöndla ef eitthvað skyldi gerast. Sem sagt, ef einhver sem farið hefur í gegn um svona aðgerð fær fylgikvilla, þá er það yfirleitt alltaf vegna sýkingar. Í allra versta falli veldur sýkingin því að öll sár opna sig. Þá hangir eyrnasnepillinn frír meðan sárin gróa, en hann er samt sem áður í betra formi en hann var þegar aðgerðin var gerð. Og það er ekkert sértaklega erfitt að meðhöndla þetta. Það er annað hvort hægt að leggja staðdeyfingu, klippa alla sárkanta hreina og sauma svo. Svo er líka hægt að láta sárin gróa og bólguna hverfa, en eftir það er hægt að gera litla aðgerð, þar sem öll ör eru klippt burt, en svo saumað aftur.

bottom of page