Sértækir fylgikvillar - Brjóstaminnkun
Brjóstaminnkun er í raun ekki svo stór aðgerð. Lýtaskurðlæknirinn heldur sig allan tímann utaná brjóstkassanum, ekki er farið inn í nein holrúm í líkmanum og sárasvæðið er ekkert gríðarlega stórt. Þetta eru þakklátar aðgerðir sem yfirleitt ganga vel. Ómögulegt er fyrir aðgerð að spá um hvert nákvæmlegt útlit þeirra eða skálarstærð verður eftir aðgerð. Þessir sjúklingar geta eins og við allar aðrar skurðaðgerðir fengið almenna fylgikvilla, þ.e. blæðingu, sýkingu, drep og blóðtappa
Algengustu sértækir fylgikvillar eftir brjóstaminnkun
Sá fylgikvilli sem algengastur er eftir brjóstaminnkunaraðgerð er að tilfinningin í geirvörtunum minnkar oftast. Ástæðan er sú að eina aðferðin sem hægt er að nota til að minnka þau er að skera út geirvörtuna til að lyfta henni. Þar með þarf að deila mörgum af litlu taugaendunum sem annast skynið í hana. Margir sjúklingar sem hafa stór og sigin brjóst, hafa þá þegar oft takmarkaða tilfinningu í geirvörtunum, fyrir aðgerðina. Þessir sjúklingar segjast oftast ekki finna stóran mun á tilfinningunni fyrir og eftir.
Þessi minnkun í tilfiningu getur hins vegar haft áhrif á brjóstagjöf, þó svo það þurfi ekki endilega að vera hrein orsök. Í reyndinni er það svo að u.þ.b 20% af konum geta ekki gefið brjóst, hvort sem þær hafa farið í aðgerð eða ekki. Þessi börn fá í staðinn þurrmjólk og klára sig jafn vel og börn á brjósti.
Muna skal að í nútímanum er brjóstagjöf æskileg en ekki nauðsynleg.
Í einstaka tilfellum dugar ekki að minnka brjóstin einu sinni, heldur geta sömu konur komið oftar til sömu aðgerðar. Þetta eru oft konur sem hafa s.k. gigantomasty, þ.e. að brjóstin eru gríðarstór í hlutfalli við líkamsbygginguna. Þekkt er að slík brjóst geti verið 2, til 2½ kíló hvort á annars grönnum líkama. Ekki þarf að taka fram að slík stærð brjósta hefur úrslitaáhrif hvað varðar virkni kvennannna í vinnu og einkalífi. Þegar um er að ræða slíka sjúklinga má gera ráð fyrir að tilfinningin í geirvörtunni hverfi algerlega eftir þá aðgerðartækni sem nauðsynlegt er að beita til að bæta ástandið. Þessir sjúklingar koma yfirleitt aftur eftir 5-10 ár, þar sem brjóstin hafa haldið áfram að vaxa og geta verið orðin jafn stór og fyrir fyrstu aðgerðina. Orsökin fyrir þessu er óþekkt, er hægt að meðhöndla á sama hátt og síðast. Mikilvægt er að rita í sjúkraskrá á nákvæman hátt hvaða aðferð var notuð í síðustu aðgerð til að hindra drep í geirvörtu í þeirri næstu. Best er að sami skurðlæknir geri sömu aðgerð no. 2 og gerði no. 1.