top of page

Aðgerð - Brjóstalyfting

Brjóstalyfting (mastopexy á ensku) er skurðaðgerð sem minnkar húðumslagið utan um brjóstvefinn, lyftir nipplunum og yngir upp lögun brjóstanna. Brjóstalyftingu er bæði hægt að gera með eða án brjóstapúða. Einnig er hægt að fylla enn meira á brjóstin með fitufyllingu.

Brjóstalyfting

Góðir kandidatar fyrir brjóstalyftingu eru konur sem til dæmis hafa:

 • Hangandi brjóst eftir meðgöngu og brjóstagjöf, vegna þyngdartaps eða aldurs

 • Brjóst sem eru ósamhverf, þ.e. ólík í stærð eða lögun

 • Óeðlilega stóra vörtubauga

 • Eru frískar og í góðu líkamlegu formi

 • Eru reyklausar eða geta hætt að reykja í 2 vikur fyrir aðgerð og 4 vikur eftir

Almennt finnast tvær mismunandi tegundir af brjóstalyftingum.

 • Periareolar brjóstalyfting: Hér er eingöngu skornir hringlaga skurðir kringum gerivörtuna og húðin svo minnkuð hringinn í kring. Kosturinn við þessa aðferð er að einungis kemur ör í kring um vörtubauginn. Þetta er hins vegar ekki sérstaklega öflug aðferð ef taka þarf burt mikla húð, eða forma brjóstið upp á nýtt. Þá þarf hefðbundna brjóstalyftingu.

 • Hefðbundin brjóstalyfting: Hér þarf að leggja skurði á sama hátt og gert er við brjóstaminnkanir, svokallað T-snitt. Þannig er hægt að fjarlægja húð úr bæði lágréttum og lóðréttum vinkli.

 

Brjóstalyftingar eru framkvæmdar í svæfingu. Aðgerðin tekur yfirleitt um 2 tíma, en um 3 tíma ef setja á inn púða eða fitufylla, allt eftir umfangi aðgerðarinnar.

beautiful woman.jpg

Aðgerðin fer svona fram:

 

 1. Geirvarta og vörtubaugur (nipplan) eru skorin út, og ysta lagið á húðinni hringinn í kring er fjarlægt.

 2. Skorið er í húðina skv. teikningu og ysta lagið er fjarlægt þar einnig.

 3. Farið er svo skipulega yfir allt sárið og allar litlar blæðingar stoppaðar, svo allt sé þurrt og fínt.

 4. Nipplan er síðan færð upp á við, á þann stað þar sem ákveðið hefur verið að hún á að sitja og að athugað er hvort það sé nægt blóðflæði til hennar svo allt geti gróið vel.

 5. Allt er svo saumað í þremur lögum með þráðum sem leysast upp af sjálfu sér. Innsta lagið er þykkur og sterkur þráður sem heldur því grófasta á góðan hátt. Millilagið er úr fínni þræði sem stýrir saman húðköntunum, en grynnstu þræðirnir eru örfínir og tryggja það að húðkantarnir liggi vel upp að hver öðrum.

 6. Stundum eru skildir eftir einstaka saumar á yfirborðinu, sérstaklega ef brjóstin eru stór. Þeir eru teknir eftir 7-10 daga.

 7. Konan vaknar og fylgst er með lífsmörkum og hún fær verkjastillingu í fáeina tíma. Hún þarf að geta borðað, drukkið og pissað, og verkirnir þurfa að vera skaplegir áður en hún fer heim.

 8. Endurkoma er svo til lýtaskurðlæknisins eftir 7-10 daga þar sem er litið til gróandans og framhaldsins

 

Hvernig lítur batinn út eftir brjóstalyftingu?

 

Það sem kann að virðast svolítið einkennilegt er að verkir eftir þessa aðgerð, þó svo lagðir séu skurðir þvers og kruss á brjóstið eru sjaldan vandamál. Venjuleg verkjalyf, svo sem parkodín og íbufen duga yfirleitt ágætlega. Hins vegar er verkjameðferð mjög persónubundin, og mikilvægt að sjúklingarnir fái rétt lyf í þeim skömmtum sem þeir þurfa. Það er hins vegar aldrei hægt að gera ráð fyrir að maður sé algerlega verkjalaus eftir skurðaðgerð.

Bati eftir brjóstalyftingu tekur yfirleitt 2-4 vikur, allt eftir umfangi aðgerðarinnar. Fyrstu vikurnar eftir aðgerð er mikilvægt að hvíla sig og forðast erfiða vinnu eða þjálfun. Konan þarf einnig að nota stuðningsbrjóstahaldara allan sólarhringinn til að styðja við brjóstin þegar þau gróa.

Flestar konur geta snúið aftur til vinnu og annarra athafna innan tveggja vikna Hins vegar er mikilvægt að forðast slítandi hreyfingu eða vinnu í að minnsta kosti sex vikur eftir aðgerð.

Hver er möguleg áhætta og fylgikvillar brjóstalyftingar?

 

Eins og við allar skurðaðgerðir er viss áhætta og fylgikvillar tengdir brjóstalyftingum. Hins vegar er þessi áhætta tiltölulega lítil þegar aðgerðin er framkvæmd af reyndum lýtaskurðlækni.

 

 1. Blæðing: Ef sjúklingurinn blæðir gerist það sama dag eða nóttina eftir aðgerð. Það lýsir sér með að annað brjóstið stækkar mikið og verður blátt og aumt. Talsverðir verkir fylgja þessu. Ef þetta gerist er mikilvægt að hafa samband við lýtaskurðlækninn strax, því mögulega þarf að gera enduraðgerð, hreinsa út blæðinguna og finna æðina sem hefur byrjað að blæða. Þetta hefur yfirleitt engin áhrif á lokaútkomuna eftir aðgerð.

 2. Sýking: Sýkingar eru ekki svo óalgengar. Þær eru hins vegar yfirleitt litlar og auðveldar að meðhöndla með sýklalyfjum. Gríðarlega sjaldgæft er að það komi fram djúp sýking, þ.e. djúpt innan við húðina, þó slíkt sé ekki óþekkt. Sýking hefur yfirleitt enging áhrif á lokaútkomu eftir aðgerðina.

 3. Algengasti fylgikvillinn við þessa aðgerð er að tilfinningin í nipplunum minnkar. Í flestum tilfellum helst hún óbreytt, en sumar konur tala um þetta, án þess þó að það hafi áhrif á lífsgæðin. Mikilvægt er að muna að meira en nóg af kirtilvef verður eftir til að hægt sé að gefa brjóst.

 4. Seroma: Seroma er samsöfnun á sáravökva í svæðinu sem hefur verið meðhöndlað. Þetta er bjúgur, sem veldur því að árangurinn lætur á sér standa hvað varðar útlitið. Af þessu þarf þó ekki að hafa áhyggjur, líkaminn sér um vökvann og sýgur hann upp smám saman. Oft er hægt að stinga á þessum vökva og tæma hann til að létta á þrýstingnum á meðan. Mikilvægt er að bera stuðningsbrjóstahaldarann þar til þetta er horfið.

 5. Drep: Með drepi er verið að meina að einhver húðkantur fær ekki nægilegt blóðflæði svo það þurfi að fjarlægja hann. Þetta er mjög sjaldgæft. Einnig getur gerst að þetta komi fyrir nippluna líka. Þetta er fylgikvilli sem stendur um í bókum, en finnst sennilega eingöngu þar, en varla í alvörunni nú til dags.

 6. Slæm örmyndun: Örmyndunin liggur að nokkrum hluta í genum sjúklingsins. Mikilvægt er að sauma fallega og að allir þræðir liggi undir húðinni. Ef eitthvert öranna verður ljótt er yfirleitt hægt að laga það með nýrri, lítilli aðgerð.

Brjóstalyfting getur verið góð leið til að bæta útlit og lögun brjóstanna. Hins vegar er alltaf mikilvægt að vega og meta áhættu vs. ávinning af aðgerðinni áður en ákvörðun er tekin.

bottom of page